Suðureyri: Kótlettukvöld Bjargar í kvöld

Helsta fjáröflun Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri kótilettukvöldið verður í kvöld. Vegna vaxandi fjölda smita coronuveirunnar í þjóðfélaginu verður dagskráin með fjarfundasniði.

Útsending hefst kl 20 og hægt er að fylgjast með á slóðinni https://youtu.be/Ct2umaZqTtk Dagskráin er vegleg og fjölbreytt.

Hægt verður að sækja kótilettubakkanna annars vegar við Félagsheimilið á Suðureyri milli 18 og 19.30 í kvöld. Félagar í björgunarsveitinni mun verða þar og afhenda bakkana og hins vegar er hægt að sækja bakka í Matstöðina á Höfðabakka 9 í Reykjavík milli 18:30 og 20.

Skráning er hér: https://docs.google.com/…/1FAIpQLSfBlDADcljJBB…/viewform

DEILA