Suðureyri: kótilettukvöldið verður fjarsamkvæmi

Björgunarsvitin Björg Suðureyri segir í tilkynningu að vegna ástandsins í samfélaginu sé ekki stætt á því að hópa gestum saman í félagsheimili Súgfirðinga á morgun laugardag.

Þess í stað verður brugðið á það ráð að bjóða upp á streymi og afhendingu kótilettubakka bæði frá Suðureyri og í Reykjavík.

„Hinsvegar stoppar það okkur ekki í að borða kótiletturnar góðu og eiga skemmtilega kvöldstund. Við gerðum þetta í fyrra og gerum þetta aftur núna, með bros á vör og bjartsýni að leiðarljósi. Við erum jú öll almannavarnir.

Happdrættið verður á sínum stað, skemmtiatriði og tónlistaratriði einnig. Þetta mun allt fara fram í streymi. Búið er að setja upp YouTube rás fyrir það: https://youtu.be/Ct2umaZqTtk

Breyting verður þó á afhendingarmáta kótilettubakkanna, en við munum ekki keyra þá út.Því biðjum við þau ykkar sem hafa pantað að koma á bíl fyrir framan félagsheimilið ( ekki inn) á laugardaginn milli 18 og 19.30. Við i björgunarsveitinni munum afhenda bakkana beint í bílana. Þetta er gert til að gæta að sóttvörnum og svo að afhending gangi hratt og örugglega fyrir sig.“

Þá er hægt að sækja matarbakka í Matstöðina á Höfðabakka 9 í Reykjavík.

„Happdrættismiða er hægt að kaupa við afhendingu kótilettubakkanna og kostar hver miði 1000 krónur. Aðeins verður dregið úr seldum miðum og eru vinningarnir einstaklega glæsilegir í ár.

Streymið byrjar kl. 20, ekki kl.19 eins og áður var auglýst.

Fyrir þau ykkar sem viljið fá endurgreitt þá biðjum við ykkur að senda tölvupóst á adalsteinnt@me.com

Við í björgunarsveitinni hlökkum mikið til og vonum að þið gerið það líka. Við erum í þessu saman og sigrum þessa veiru saman.

Með kærri kótilettukveðju og fyrirfram þökk

Björgunarsveitin Björg á Suðureyri“

DEILA