Strandabyggð: halli ársins verður 4,5 m.kr. í stað 63,5 m.kr.

Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur afgreitt 3. viðauka við fjárhagsáætlun ársins fyrir sveitarfélagsins.

Tekju hækkuðu um 15,4 m.kr. og útgjöld um 8 m.kr. Samandregin niðurstaða varð sú að afkoman batnaði um 7,4 m.kr. Lokaniðurstaða verður að þessum breytingum gerðum að halli ársins verður 4,5 m.kr. í stað þess að vera 63,5 í upphaflegri fjárhagsáætlun 2021.

Framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hækkuðu um 23,4 m.kr. mest vegna aðgerða ríkisins varðandi covid19. En framlög sjóðsins vegna grunnsk+ola lækkuðu um 1 m.kr. og 7 m.kr. framlag vegna brothættra byggða féll niður. Samtals varð því breytingin tekjumegin 15,4 m.kr.

Útgjaldamegin lækkuðu vaxtagjöld um 5 m.kr. Ráðgjafarkostnaður hækkaði um 2 m.kr. og launakostnaður á fræðslusviði hækkaði um 18 m.kr. Þá lækkar framlag vegna félagsþjónustu um 7 m.kr. Niðurstaðan er því að útgjld hækka um 8 m.kr.

Engar breytingar urðu á útgjöldum vegna framkvæmda en tilfærsla varð milli verka. Ein milljón króna bætist við íþróttamiðstöð en jafnhá upphæð til framkvæmda við félagsheimili frestast til næsta árs. Þá færist 1 m.kr. af leikskólalóð yfir á grunnskólalóð.

DEILA