Samfélagsfornleifafræði á Íslandi

Gestur í Vísindaporti vikunnar föstudaginn 26.nóvember er Alexandra (Alex) Tyas, fyrrverandi nemandi við Háskólasetur Vestfjarða og nú doktorsnemi við Háskóla Íslands. Í erindi sínu mun Alex segja frá doktorsrannsókn sinni sem er á sviði samfélagsfornleifafræði (e. community archaeology).

Rannsóknir á sviði stranda- og neðansjávarminja á Íslandi hafa leitt í ljós ýmsa veikleika, svo sem varðandi stjórnun fornleifasvæða og að skortur sé bæði á fjármögnun sem og á sérfræðingum innan sviðsins. Þá er fjöldi neðansjávarsvæða sem bíða mælinga til að hægt sé að meta stöðu þeirra með tilliti til verndar mikill. Samfélagsfornleifafræði er frekar nýtt sérsvið innan fornleifafræði sem snýst um að leyfa almenningi taka þátt á ýmsum stigum rannsókna. Slík verkefni hafa verið unnin víðsvegar í heiminum með góðum árangri og með þá reynslu í farteskinu verður þróuð ný aðferðarfræði með skilvirkri og samfélagsmiðaðri samvinnu í neðansjávarfornleifafræði á Íslandi. Frekari upplýsingar um erindið er að finna á ensku. Erindinu verður streymt á Zoom og hefst útsendingin kl. 12:10.

Alex er doktorsnemi í fornleifafræði við HÍ en hún lauk meistaraprófi í Haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða árið 2016.

Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs og hefst það kl.12:10. Allir velkomnir. Erindið fer að þessu sinni fram á ensku.

Gestir eru minntir á að huga að persónulegum sóttvörnum.

DEILA