Reykjarfjörður: virkjun samþykkt!

Þau tíðindi hafa orðið að skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt 50 kW virkjun í Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi hinum forna.

Landeigendur Reykjarfjarðar á Norður-Ströndum, sóttu um leyfi fyrir allt að 50 kW virkjun við ána í Fossadal. Þrýstirörið verður grafið niður við hlið árinnar og gert ósýnilegt. Lítið og látlaust stöðvarhús verður reist úr timbri og frá stöðvarhúsinu verður lagður 2,5 km niðurgrafinn rafstrengur að Kirkjubóli, til Tófuholts og að byggðinni í Reykjarfirði.

Allir níu landeigendurnir, afkomendur bræðranna Jóhannesar, Guðfinns og Ragnars Jakobssona standa að umsókninni.

Öll rafmagnsframleiðsla fer fram með díselvélum. Í dag er olíunotkun um 5000-6000 lítrar á ári sem flutt eru á svæðið í 600 lítra tönkum og á brúsum. Hluti húsanna í Reykjafirði eru kynnt með olíu.

Með tilkomu virkunarinnar verður ekki þörf á rafrnagnsframleiðslu með jarðefnaeldsneyti nema ef bilun verður í virkjuninni en rafmagnið verður leitt í öll núverandi hús í Reykjarfirði. Jafnframt verður rafmagnið úr virkjuninni notað til að dæla heitu vatni inn í hús sem núna er kynnt með olíu, þannig að norkun á jarðefnaeldsneyti mun minnka um 80-90% með tilkomu virkjunarinnar.

Í Reykjarfirði eru 7 heilsárshús og tvö smáhýsi, sundlaug og bryggjuaðstaða fyrir smærri báta. Frá árinu 1984 hefur verið rekin fjölbreytt ferðaþjónusta í Reykjarfirði. Boðið er uppá á gistingu, mat og leiðsögn um svæõið. Í Reykjarfirði er sundlaug, heitir pottar og baðaðstaða en heitt vatn er að finna í firðinum sem notað er í sundlaugina, heitu pottana og til að hita fiögur af sjö húsum á svæðinu.

Ferðaþjónustuaðilar gera ráð fyrir að ferðamannastraumur muni aukast jafnt og þétt á næstu árum gert er ráð fyrir að gestafjöldi muni tvöfaldast á næstu fimm árum sem mun auka þörf á rafmagnsframleiðslu og þörf á húshitun.

Reykjarfiörður er á syslumörkum Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu og taldist hann til austustu byggðar Grunnavíkursóknar á meðan sú sókn var við líði. Er hann syðsti fjörður Hornstranda og sá sem var lengst í byggð. Samfelldur búskapur lagðist af árið1959,var í eyði árið 1960,en í byggð 196I og 1962. Afkomendur ábúenda hafa haft sumardvöl í Reykjafirði síðan 1965.

DEILA