Rauði krossinn á Ísafirði er kominn með aðstöðu í viðtalsherbergi Vesturafls og verða sjálfboðaliðar Rauða krossins til viðtals á fimmtudögum frá kl. 16:00 til 18:00
Þangað eru allir velkomnir sem vilja hafa samband.
Rauði krossinn hefur verið án aðstöðu síðan í apríl síðastliðnum og nú hefur loksins ræst úr.