Patreksskóli lokaður á morgun, miðvikudag

Í tilkynningu frá Patreksskóla til foreldra segir að að beiðni umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum hafi verið ákveðið að loka Patreksskóla á morgun miðvikudaginn 24. nóvember.

Ekki verður starfsemi í grunnskóla, leikskóladeildinni Klif, frístund og annarri íþróttastarfsemi. Nemendur og kennarar nemenda í 1. og 2. bekk eru sérstaklega beðnir um að fara í sýnatöku í kvöld eða fyrramálið. Hægt er að skrá sig í sýnatöku í Heilsuveru og mikilvægt er að koma með strikamerki í sýnatökuna. Opið verður í sýnatöku frá kl. 21:00 í félagsheimilinu í kvöld og aftur á morgun kl. 8:00 (miðvikudag).

Ákvörðun um skólahald á fimmtudag verður tekin á morgun. Skólastjóri mun upplýsa foreldra um stöðuna eins fljótt og mögulegt er.

DEILA