Patreksfjörður: skólahald fellur niður út vikuna

Smitum fjölgaði í gær á Patreksfirði og ákvað Vett­vangs­stjórn almanna­varna á sunn­an­verðum Vest­fjörðum í samráði við umdæm­is­lækni sótt­varna á Vest­fjörðum að setja frekari takmark­anir á starf­semi Vest­ur­byggðar en verið hafa.

Allt skólahald fellur niður út vikuna, bókasafnið á Patreksfirði verður lokað og einnig deild Framhaldsskólans á Snæfellsnesi á Patreksfirði. Þá fellur niður kennsla í íþrótta- og tónlistarskólanum á Bíldudal.

Þá fellur niður félagsstarf aldraðra í Eyrarseli á Patreksfirði í dag, 25. nóvember.

Starfsemi leikskólans Arakletts á Patreksfirði er viðkvæm vegna manneklu og hvetur Vesturbyggð því þá foreldra sem hafa möguleika á að halda börnum sínum heima, að senda þau ekki á leikskólann næstu tvo daga.

Þá eru íbúar beðnir um að koma ekki í ráðhús Vesturbyggðar nema brýna nauðsyn beri til og gæta þá vel að sóttvörnum.

Heimsóknabann er á legudeild heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði.

Vesturbyggð hvetur alla íbúa til að gæta að einstak­lings­bundnum sótt­vörnum, hafa hægt um sig næstu daga og standa saman eins og samfélaginu einu er lagið til að draga úr frekari hættu á útbreiðslu smita.

DEILA