Lögð hafa verið fram í skipulags- og mannvirkjanefnd frumdrög að staðarvalsgreiningu fyrir slökkvistöð á Ísafirði sem Verkís hefur unnið.
Fram kemur í skýrslunni að á fjögurra ára tímabili 2015-2019 hafi verið 125 brunaútköll og 2.680 útköll í sjúkraflutninga.
Talið er einboðið að slökkvistöðin verði í Skutulsfirði þar sem þar eru flest útköllin, stuttur útkallstími með tilliti til mönnunar og einnig þegar tekið er mið af samgöngum á svæðinu í heild.
Ný slökkvistöð er talin þurfa um 1000 fermetra pláss, þar af um 2/3 á fyrstu hæð (jarðhæð) og um þriðjung á 2. hæð.
Skoðaðar eru 13 mögulegar staðsetningar í Skultulsfirði og er hver þeirra metin ú frá 18 þáttum. Ekki er þeim raðað né gerð tillaga um frekari skoðun einhverra þeirra á þessu stigi.
Miðað við yfirlitstöfluna virðist sem valkostur B – Mjósund 2 koma best út.
Næstu skref eru að halda fund með viðbragðsaðilum og fá sérfræðinga til að rýna kostina.

