Muggsstofa – samfélagsmiðstöð á Bíldudal

Bókasafnið á Bíldudal er í Skrímslasetrinu á Bíldudal.

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur staðfest samstarfs- og húsaleigusamningur milli Skrímslasetursins og Vesturbyggðar vegna reksturs Muggsstofu á Bíldudal. Muggsstofa er samfélags- og nýsköpunarmiðstöð á Bíldudal sem hýsir meðal annars félagsstarf aldraðra, starfsemi bóksafns Bílddælinga, þar er aðstaða fyrir störf án staðsetningar og námsmenn. Einnig er þar aðstaða fyrir starfsmenn Vesturbyggðar. Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar er með starfsstöð sína í Muggsstofu. Muggsstofa er staðsett í Skrímslasetrinu á Bíldudal, Strandgötu 7.

Samningurinn er til fimm ára og greiðir Vesturbyggð leigu fyrir aðstöðuna í húsakynnum Skrímslasetursins. Fjárhæð leigunnar er 190.000 kr á mánuði.

DEILA