Kótilettukvöld á Suðureyri

Björgunarsveitin Björg á Suðureyri heldur sitt árlega kótilettukvöld á laugardaginn, þann 6. nóvember á Aðalgötu 13, Hofsú, Suðureyri og hefst það kl 19. Kótilettukvöldið er fjáröflun fyrir björgunarsveitina.

Að venju er matseðillinn með fjölbreyttara móti, en það er:
Forréttur: Kótilettur
Aðalréttur: Kótilettur – ný tíndar ora grænar baunir – rabarbarasulta – rauðkál – sykraðar kartöflur – smjör.
Eftirréttur: Sjáum til hvað það verður.

Veislustjórn er í höndum ungra og efnilegra sjónvarpsstjarna á RUV (nema hvað) en það eru Mikael Emil og Berglind Alda, slegið í gegn hvar sem þau hafa komið.
Ræðumaður er enginn annar en Jón Svanberg og síðan munu Rúnar Eff og Vignir Snær slá botninn í kvöldið (klukkan hvað er ekki ákveðið).

Auðvitað verður happdrættið á sínum stað, og gestir gætu setið uppi með þyrluflug, spjaldtölvu eða eitthvað annað sem tíminn verður að leiða í ljós, en því er lofað að þetta verður stærsta happdrætti okkar EVER.

Smellið hér til að skrá ykkur á þennan einstaka viðburð:
https://docs.google.com/…/1FAIpQLSfBlDADcljJBB…/viewform

Mælst til þess að gestir fari í hraðpróf

Vegna ástandsins í þjóðfélaginu og aukningu á Covid smitum þá eru gestir beðnir um að fara í Covid hraðpróf áður en mætt er. 

Þeir sem eru fyrir vestan geta bókað tíma í hraðpróf á Heilsugæslunni á Ísafirði. Það er gert í gegnum www.heilsuvera.is. En leyfilegt er að próf sé allt að 72 tíma gamalt til að vera gilt. (3 sólarhringar).

Ekki er nóg að panta tíma á heilsuveiru heldur þurfa hópar einnig að hafa samband við Heilsugæsluna á Ísafirði fyrirfram svo hún geti verið viðbúin komu hopanna.

Kótilettusveit björgunarsveitarinnar er búin að vara heilsugæsluna við að það gæti orðið aukning á hraðprófum núna fyrir helgina og var lofað að allir komist að.

DEILA