Ísafjörður: seld og keypt tæki í áhaldahúsi

Áhaldahúsið Ísafirði. Mynd: isafjordur.is

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur veitt bæjarstjóra heimild til þess að selja fimmr tæki í eigu Áhaldahússins á Ísafirði og verja andvirðinu til þess að kaupa nýtt tæki.

Sviðsstjóri og forstöðumaður áhaldahúss hafa farið yfir þörfina og með hliðsjón af þarfagreiningu þeirra er lagt er til að eftirfarandi tæki verði seld:


BH561 BH 561 Hiace 4WD, 2003 ÁHH 2003
CAT95 CAT 950B hjólaskófla (FH0278) ÁHH 1990
IJ004 IJ 004 Mazda, X 4813 ’87 ÁHH 1987
PAX70 PAX 70 Citroen Berlingo, árg. 2010 keyptur 2015 ÁHH 2010
YVX32 Mercedes Bens Sprinter, árg. 2011 keyptur 2018 ÁHH 2011


Í stað ofangreindra tækja verður ráðstafað hluta af söluandvirði til kaupa á litlum vörubíl s.s. Ford Transit á verðbilinu 3,5 – 4m.

DEILA