Ísafjörður: línuhappdrætti Iðunnar Ísafirði

Línan verður seld á Ísafirði í verslunarmiðstöðvunum Neista og Ljóninu á göngunum. Salan fer fram fimmtudaginn 2. desember og föstudaginn 3. desember kl. 15 – 18 og laugardaginn 4. desember kl. 12 – 16.

Það er Slysavarnadeildin Iðunn á Ísafirði sem verður með sína árlegu sölu á Línunni, en það er jólahappadrætti deildarinnar. 

Er þetta í fertugasta og níunda sinn sem Línan er seld og hefur verið ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum fyrir marga. Vinningar eru allir gerðir af félagskonum og hver öðrum fallegri og vandaðri. Hægt er skoða hluta af þeim í glugga Gamla bakarísins þar sem búið er að stilla upp góðu úrvali.

Dregið verður síðan fimmtudaginn 9. desember og vinningar keyrðir út eða haft samband við viðkomandi.

DEILA