Ísafjarðarhöfn: 1.267 tonn í september

Páll Pálsson ÍS í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Tólf hundruð sextíu og tonn bárust á land í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði. Langmest var veitt í botntroll eða 1þ036 tonn, 209 tonn komu af línuveiðum og 20 tonn af rækju.

Klakkur ÍS landaði einu sinni í mánuðinum 20 tonnum af rækju. Tveir bátar voru á línuveiðum, Jóhanna Gísladóttir GK landaði 109 tonnum eftir eina veiðiferð og Eyrarröst ÍS aflaði 100 tonn í 5 veiðiferðum.

Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 215 tonnum af afurðum. Ísfirsktogararnir Páll Pálsson ÍS og Stefnir ÍS landuðu samtals 821 tonni, Páll var með 350 tonn og Stefnir 471 tonn.

DEILA