Ísafjarðarbær: styrkir áfram rekstur kvikmyndahúss

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur tekið vel í að framlengja samning við Verkalýsðfélag Vestfirðinga um rekstur kvikmyndahúss. Var bæjarstjóra falið að gera drög að samningi og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar. Núverandi samningur var gerður 2012 og rennur út 1. janúar 2023.

Fram kemur í erindi Verkalýðsfélagsins að vegna samningsins hafi félagið ráðist í kostnaðarsamanr breytingar á tækjabúnaði sem tryggðu að áfram var hægt að bjóða upp á kvikmyndasýningar.

Nú þarf að gera verulegar breytingar til þess að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að bíóinu auk þess eru endurbætur utanhúss knýjandi.

Því óskar verkalýðsfélagið eftir nýjum samningi til 10 ára þar sem 90% af fasteignaskatti og lóðarleigu verði fært sem styrkur.

DEILA