Hólmavík: covid lokar grunnskólanum

Grunnskólinn á Hólmavík. Mynd: strandir.is

Grunnskólinn á Hólmavík verður lokaður í dag, mánudag. Ástæðan er að staðfest hefur verið smit Covid-19 í skólanum. Unnið er að smitrakningu en þegar hefur verið ákveðið að starfsfólk fari í sóttkví og sýnatöku.

Sömuleiðis hefur smitrakningarteymi sóttvarnalæknis og almannavarna ákveðið að nemendur á miðstigi; í 4.-6. bekk þurfi að viðhafa smitgát.

Foreldrar þurfa að fara inn á https://smitgat.covid.is/ til þess að skrá barnið í smitgát og fá strikamerki til að komast í hraðpróf, en þau eru tekin á fyrsta og fjórða degi. Athugið að einungis á að skrá barnið sjálft í smitgát en ekki foreldra/forráðamenn.
Börn sem þurfa að fara í smitgát geta haldi áfram að mæta í skólann sé hann opinn en verða að fara í fyrrnefnd tvö hraðpróf.

DEILA