FKA óskar eftir tilnefningum

Viðurkenningarhafar 2020 Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, Anna Stefánsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sem tóku við FKA viðurkenningunni, FKA þakkarviðurkenningunni og FKA hvatningarviðurkenningunni.

Félag kvenna í atvinnulífinu óskar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu um konur sem em hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.

Hvaða konur vilt þú heiðra á FKA Viðurkenningarhátíðinni? Opið fyrir tilnefningar!

Konurnar sem tilnefndar eru þurfa ekki að vera félagskonur FKA heldur hvaðan sem er úr samfélaginu, hægt er að tilnefna í einum flokki eða öllum og allir geta sent inn tilnefningu. Andrea Róbertsdóttir formaður FKA segir að miklu máli skiptir að vekja athygli á konum af landsbyggðinni og tilnefna þær til FKA viðurkenninganna.

„Það er mikilvægt að beina kastaranum að flottum fyrirmyndum, fjölbreytileika og fá nöfn af fjölbreyttum hópi kvenna á lista og nöfn kvenna af öllu landinu, sem dómnefnd mun vinna með og á endanum velja þær konur sem verða heiðraðar af FKA í janúar 2022.“

FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu og mun dómnefnd skipuð sjö aðilum fara yfir allar tilnefningar.

Verða úrslit kynnt á FKA Viðurkenningarhátíðinni þann 20. janúar 2022 á Grand Hótel Reykjavík.

Hægt er að tilnefna á heimasíðu FKA til og með 25. nóvember 2021.

DEILA