Emil Pálsson: er þakklátur fyrir lífið

Emil Pálsson FOTO: CHRISTIAN BLOM / NTB

Ísfirðingurinn Emil Pálsson, knattspyrnumaður í Noregi ræddi við fréttamenn á blaðamenn á fundi í dag. Var það í fyrsta sinn eftir hjartastoppið í leikvellinum þann 1. nóvember. Emil leikur með Sogndal og hné niður á 12. mínútu í leik liðsins við Stjørdals-Blink.

Emil var útskrifaður í gær frá sjúkrahúsinu í Haukeland. Hann sagði á blaðamannafundinum að hann væri þakklátur fyrir að halda lífi og væri ótrúlega glaður. Emil hrósaði félaginu og starfsmönnum leiksins fyrir viðbrögðin og sagði að óvíst hvernig hefði farið ef atvikið hefði orðið annars staðar þar sem þekking, aðstaða og hjálpartæki voru ekki til staðar.

Hann segist hafa verið í raun dáinn í fjórar mínútur. Þrátt fyrir rannsóknir er ekki vitað hvers vegna hjartastoppið varð. Búið er að græða í hann bjargráð( hjertastarter).

DEILA