Dynjandisheiði: Vesturbyggð afgreiðir framkvæmdaleyfi

Yfirlitsmynd af nýja vegarkaflanum. Mynd: Vegagerðin.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar hefur fengið erindi Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir nýjum vegi yfir Dynjandisheiði frá Norðdalsá að Þverá við Rjúpnabeygju, þar af eru rúmlega 10 km kafli innan Vesturbyggðar. Mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.

Nefndin leggur til að bæjarstjórn veiti framkvæmdaleyfið en óskar eftir frekari upplýsingum varðandi áningar- og útsýnisstaði á vegarkaflanum.

Ísafjarðarbær hefur afgreitt framkvæmdaleyfi fyrir þeim hluta vegarkaflans 2,2 km sem er innan sveitarfélagsins.

DEILA