Bolungavikurhöfn: 1466 tonn í október

Fríða Dagmar ÍS landar í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 1.466 tonn í Bolungavíkurhöfn í október. Er það aðeins minna en í september, en þá komu 1.500 tonn að landi.

Sirrý ÍS og Harðbakur EA voru á botnvörpuveiðum og landaði Sirrý ÍS 515 tonnum eftir 6 veiðiferðir og Harðbakur EA 108 tonni úr tveimur túrum.

Nærri 500 tonn komu af dragnótabátum. Þar var Ásdís ÍS aflahæst með 127 tonn, þá Ísey EA með 115 tonn, Bárður SH með 73 tonn og Rifsari SH með 62 tonn.

Lánubátar öfluðu rúmlega 300 tonn í október. Jónina Brynja ÍS landaði 143 tonnum eftir 16 róðra og Fríða Dagmar ÍS var með 125 tonn en eftir 13 veiðiferðir. Þriðji línubáturinn var Otur II ÍS sem aflaði 37 tonn í 8 róðrum.

DEILA