Blak: Vestri með tvo sigra um helgina

Karlalið Vestra, sem leikur í efstu deild í blakinu, úrvalsdeildinni, lék syðra um helgina tvo leiki við Þrótt í Vogum.

Vestri vann báða leikina með þremur hrinum gegn engri og fékk því sex stig út úr helginni. Á laugardaginn var sigurinn nokkuð auðveldur en meiri mótspyrna var hjá Þrótturum seinni leikinn.

Vestri er nú í 6. sæti deildarinnar og er aðeins 3 stigum frá HK sem er í öðru sæti.

Karfa kvenna: Stjarnan vann Vestra

Lið Stjörnunnar vann Vestrastúlkur í 1. deild kvenna á laugardaginn. Leikið var í Garðabæ. Leikurinn var jafn fram í lokaleikhlutann en hann unnu Stjörnustúlkur með 10 stiga mun. Leikurinn endaði 77:59. Í hálfelik var staðan 34:31 Stjörnunni í vil.

Danielle Shafer gerði 17 stig fyrir Vestra, Gréta Hjaltadóttir 13 stig, Allysson Caggio 10 stig og Snæfríður Lillý Árnadóttir 9 stig.

DEILA