Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar: tólf sinnum 9:0

Mikil samstaða einkennti síðasta fund bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sem haldinn var í fyrradag. Tólf atkvæðagreiðslur fóru fram á fundinum og var bæjarstjórnin á einu máli í öllum atkvæðagreiðslunum.

Fyrst voru greidd atkvæði um að taka inn mál á dagskrá fundarins með afbrigðum og féllust allir bæjarfulltrúar á það.

Eftir það var gengið til dagskrár og dagskrármálin tekin fyrir eitt af öðru.

Þar voru öll stærstu mál hvers árs sem ættu að geta dregið fram mismunandi pólitískar línur.

Gerðar voru viðamiklar breytingar á fjárhagsáætlun ársins, þar sem framkvæmdir voru skornar niður og hætt var við sölu fasteigna. Þá var afgreidd tillaga um útsvarsprósentu næsta árs og fasteignagjöldin. Næst voru til afgreiðslu gjaldskrár bæjarins fyrir næsta ár. Gerðar voru breytingar á gjaldskrá áhaldahúss/þjónustumiðstöðvar, hafna Ísafjarðarbæjar, velferðarsviðs, leikskóla, skíðasvæða, sundlauga og líkamsrækta, dýrahalds, tjaldsvæða og bókasafnsins á Ísafirði frá yfirstandandi ári.

Fjárhagsáælun næsta árs var lögð fram og vísað til annarrar umræðu. Loks voru til afgreiðslu ein 7 skipulagsmál.

Öll þessu mál voru afgreidd í einu hljóði 9:0.

DEILA