Arnarfjörður: Langibotn til sölu

Langibotn í Geirþjóðfsfirði.

Landgræðslusjóður hefur sett jörðina Langabotn í Geirþjófsfirði í Arnarfirði á sölu. Jörðin var í ábúð fram til 1966 og eignaðist Skógrækt ríkisins þá jörðina. Síðar urðu makaskipti á eignum milli Skógræktarinnar og Landgræðslusjóðs og eignaðist sjóðurinn þá jörðina.

Ásett verð er 130 milljónir króna. Lýsing á jörðinni er svohljóðandi:

Langi-Botn er lauslega mælt um 3.900 ha og liggur landið fyrir botnið Geirþjófsfjarðar. Landamerkin eru að jörðinni Krosseyri norðan megin Geirþjófsfjarðar en að jörðinni Sperðlahlíð sunnanmegin fjarðarins. Landamerkin eru síðan um fjallsbrúnir og mætast í austri í Botnshnjúk.

Þá kemur fram að skógrækt hafi verið stunduð síðan 1953 og að hún mælist ca 400 ha.

Jörðin er innan fyrirhugaðs þjóðgarðs á Vestfjörðum.

DEILA