Viðskiptablaðið: 23 fyrirmyndarfyrirtæki á Vestfjörðum

Snerpa á Ísafirði

Viðskiptablaðið og Keldan hafa birt lista yfir 1019 fyrirtæki á landinu sem flokkast sem fyrirmyndarfyrirtæki. Af þeim voru 23 á Vestfjörðum og fjölgar þeim um þrjú frá listanum á síðasta ári. Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði:
» Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2020 og 2019 en rekstrarárið 2018 er einnig notað til viðmiðunar.
» Fyrirtækin þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárunum 2020 og 2019.
» Tekjur fyrirtækja þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna á rekstrarárunum 2020 og 2019.
» Eignir fyrirtækja þurfa að hafa verið yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2020 og 2019.
» Eiginfjárhlutfall fyrirtækja þarf að hafa verið yfir 20% í lok áranna.

Vestfirsku fyrirtækin á listanum eru þessu:

Hraðfrystihúsið Gunnvör Hnífsdal

Kubbur Ísafirði

Steypustöð Ísafjarðar Ísafirði

HJ bílar Ísafirði

Snerpa Ísafirði

Laugi Ísafirði

3X Technology Ísafirði

Rafskaut Ísafirði

Vélsmiðjan Þristur Ísafirði

Bakarinn Ísafirði

Þotan Bolungavík

Endurskoðun Vestfjarð Bolungavík

Fiskmarkaður Vestfjarða Bolungavík

Klofningur Suðureyri

Sjótækni Tálknafirði

Tungusilungur Tálknafirði

Oddi Patreksfirði

Eyfaraf Patreksfirði

Logi Patreksfirði

Þörungaverksmiðjan Reykhólum

Hlökk Hólmavík

Fiskvinnslan Drangur Drangsnesi

ST2 Drangsnesi

DEILA