Vestfirðir: 13 fyrirtæki á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki

Frá afhending viðurkenninga í Hörpu.

Creditinfo birti í gær lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2020. Þetta er í tólfta sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu. Í ár eru 853 fyrirtæki á listanum eða um 2 prósent allra virkra fyrirtækja á Íslandi. Skráningum á listann fjölgar lítillega á milli ára en á sama tíma í fyrra voru 842 fyrirtæki á listanum.

Fyrirtæki raðast á listann eftir ársniðurstöðu, en í ár vermir Marel efsta sæti listans. Fyrirtækið hefur nú verið á lista Framúrskarandi fyrirtækja samfleytt frá árinu 2013. Í öðru sæti er Eyrir Invest sem kom nýtt inn á lista 2019 og í því þriðja Landsvirkjun, sem setið hefur á listanum frá árinu 2018.

þrettán vestfirsk fyrirtæki – Jakob Valgeir efst þeirra

Vestfirðir eiga 13 af 853 fyrirtækjum á lista Creditinfo.

Fimm efstu sætin á Vestfjörðum skipa fyrirtækin Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík sem skipar 63. sæti á heildarlista Framúrskarandi fyrirtækja, Þotan í Bolungarvík (í 209. sæti), Kubbur Ísafirði (256. sæti), Fiskmarkaður Vestfjarða Bolungarvík (281. sæti) og Oddi hf. á Patreksfirði (345. sæti).

Fjögur fyrirtækjanna koma ný inn á listann, en það eru Fiskmarkaður Vestfjarða, og svo HJ bílar, Snerpa og Kjarnasögun á Ísafirði.

Skilyrði sem Framúrskarandi fyrirtæki þurfa að uppfylla:
• Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
• Ársreikningi er skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag
• Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
• Framkvæmdarstjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
• Rekstrartekjur eru að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
• Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú ár
• Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú ár
• Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
• Eignir eru að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár

DEILA