Þjóðkirkjan: lagt til að selja eignir á Vestfjörðum

Starfshópurum fasteignamál Þjóðkirjunnar hefur skilað af sér skýrslu með tillögum um hvaða eignir kirkjunnar verði seldar og hverjar verði áfram í eigu þjóðkirkjunnar. Starshópurinn var skipaður á síðasta kirkjuþingi og tillögur hans verða lagðar fyrir næsta kirkjuþing sem haldið verðiur nú síðar í október.

Starfshópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að horft verði til þess að prestssetrum í þéttbýli verði fækkað þar sem slíkt er hægt vegna aðstæðna á fasteignamarkaði. Horft var til þess að þar sem þéttbýliskjarnar eru með innan við 500 íbúa væri rétt að halda þeim eignum sem þar eru.

Þá telur starfshópurinn rétt að þjóðkirkjan haldi fremur í prestssetursjarðir heldur en eignir í þéttbýli. Annars vegar vegna þess að land er tryggari fjárfesting en mannvirki, sem kalla stöðugt á viðhald meðan tekjur standa ekki undir kostnaði af rekstri. Hinsvegar telur hópurinn það rétt vegna menningarlegra og sögulegra sjónarmiða varðandi staðina.

Eignir í Vestfjarðaprestakalli

Í Vestfjarðaprófastsdæmi eru nú 6 prestssetur. Þar af er ein prestssetursjörð, Holt í Önundarfirði, sem þó er ekki setin presti eins og er. Önnur prestssetur eru Aðalstræti 40 á Þingeyri, Aðalstræti 57 á Patreksfirði, Hellisbraut 4 á Reykhólum, Kópnesbraut 17 á Hólmavík og Völusteinsstræti 16 í Bolungarvík. Aðrar eignir eru jarðirnar Vatnsfjörður og Árnes 1 á Ströndum, Miðtún 12 á Ísafirði auk lóða sem leigðar hafa verið úr jörðunum.

Tillaga um sölu

Starfshópurinn leggur til að jörðin Árnes 1 verði seld. Auk þess fasteignirnar:

Kópnesbraut 17, Hólmavík, Miðtún 12, Ísafirði og Völusteinsstræti 16 í Bolungavík.

Meðal annarra eigna sem lagt er til að verði seldar er bústaður Biskups Íslands Bergstaðastræti 75, Reykjavík.

Horft verði til heppilegra tímamóta við sölu á þeim eignum sem ekki er lagt til að verði áfram í eigu þjóðkirkjunnar segir í niðurlagi skýrslunnar.

DEILA