Á íbúafundi í Strandabyggð þann 5. október um hugsanlega sameiningu Strandabyggðar við önnur sveitarfélög var lögð fram skýrsla unnin af RR ráðgjöf með greiningu á valkostum í þeim efnum. Fram fór á fundinum atkvæðagreiðsla um valkostina og tóku 33 þátt í henni og röðuðu kostunum.
Mestrar hylli naut stór sameining fimm sveitarfélaga, allra þriggja sveitarfélaganna í Strandasýslu auk Dalabyggðar og Reykhólahrepps. Tólf settu þann kost í 1. sæti og 9 í annað sæti. Sameining Strandabyggðar við Dalabyggð og Reykhólahrepps fékk 5 atkvæði í fyrsta sæti og sjö atkvæði í annað sæti.
Íbúafjöldinn í sameinuðu sveitarfélagi er í báðum kostum vel yfir 1000 manna lágmarki sem sett hefur verið sem viðmið.
Reykhólar á sömu línu
Sams konar íbúafundur var einnig haldinn í Reykhólahreppi og þar kom best úr að sögn Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur, sveitarstjóra sameining Reykhólahrepps við Dalabyggð og Strandabyggð.
Þessi þrjú sveitarfélög eiga í margvíslegu samstarfi svo sem um félagsmál og skipulagsmál.
Samkvæmt upplýsingum Bæjarins besta mun áhugi Kaldrananeshrepps og Árneshrepps vera minni á sameiningu sveitarfélaga og óvíst um þátttöku þeirra í viðræðum um stóra sameiningu ef til þeirra kemur.