Listamaður býður í heimsókn á vinnustofu

Á fimmtudaginn 21. október býður Therese Eisenman ykkur velkomin í heimsókn á vinnustofu sína á Engi við Seljalandsveg 102 milli kl. 15 og 18. Therese mun sýna þar afrakstur tveggja mánaða dvalar í gestavinnustofum ArtsIceland. Viðburðurinn er hluti af menningarhátíð Ísafjarðarbæjar VETURNÓTTUM sem stendur yfir dagana 18 – 24 október 2021.

Therese Eisenmann er fædd 1953 í Gosau, litlu þorpi í austurísku Ölpunum en býr og starfar í Neumarkt/Muhlkreis. Árið 1977 útskrifaðist hún með gráðu í myndlist frá skóla í Linz. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir sérstaka tækni sína í gerð grafíkmynda (IRON ENGRAVINGS). 2018 var hún sæmd verðlaunum sem kennd eru við Heinrich Gleißner fyrir myndlistarsýningar í Austurríki, á Ítalíu, Þýskalandi, Ungverjalandi, Tékklandi og Sviss.Dvöl Theresu á Íslandi er styrkt af Operösterreich-héraðinu í Austurrík

DEILA