Karfan: móti aflýst í Bolungavík þar sem aðkomuliðin mæta ekki

Körfuknattleiksdeild Vestra greinir frá því á Facebook síðu sinni í dag að fjölliðamóti í 8. flokki stúlkna, D-riðil, sem átti að fara fram í Bolungarvík um helgina hafi verið aflýst.

Lið Aftureldingar dróg sig fyrst úr keppni í þessum riðli og tilkynnti að það kæmi því ekki vestur. Í gær bárust svo fregnir af því að foreldrar iðkenda ÍR stúlkna vildu ekki senda þær vestur. Eftir stóð þá aðeins lið Ármanns sem ætlaði að koma vestur til að taka þátt í þessu móti. Ármenningar hættu einnig við í gær til þess að koma ekki vestur fyrir aðeins einn leik.

„Svona framkoma bitnar aðeins illa á stúlkunum okkar sem voru fullar eftirvæntingar að fá loksins að spila mót heima – fyrir framan fólkið sitt á sínum heimavelli. Þetta er dapurt og bindum við vonir við að þetta verði aðeins eina tilfellið í vetur sem þetta kemur upp. Næsta mót hjá þessum hópi er í nóvember og munu okkar stúlkur mæta til leiks, sama hvar það mót verður haldið.“

DEILA