Ísafjarðarbær frestar ákvörðum um útsvar og gjaldskrár fyrir 2022

Á fimmtudaginn ákvað bæjarstjorn Ísafjarðarbæjar að fresta tillögu bæjrstjóra um óbreytt útsvar 14,52% frá þessu ári svo og ákvörðun um fasteignaskatta og gjaldskrár bæjarins fyrir næsta ári.

Að sögn upplýsingafulltrúa bæjarins vildi bæjarstjórn fresta umræðum um útsvar og gjaldskrá þar til eftir fyrirhugaðan vinnufund um fjárhagsáætlun í næstu viku. Var jafnframt ákveðið að taka allar gjaldskrár til frekari skoðunar og lagðar aftur fyrir bæjarstjórn til samþykktar samhliða fyrstu umræðu um fjárhagsáætlun 2022.

Eining var í bæjarstjórn um þessa frestun.

DEILA