HSV: mikil þörf á fjölnota knattspyrnuhúsi á Ísafirði

Héraðssamband Vestfirðinga, HSV, lýsir því yfir þungum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem blasir við varðandi uppbyggingu fjölnota knattspyrnuhúss á Ísafirði í bréfi til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og óskar eftir samtali við fulltrúa bæjarstjórnar um stöðu mála og hvað sé framundan í þeim málum.

HSV telur nauðsynlegt að ítreka enn og aftur mikilvægi þess að fá slíka aðstöðu því staðan í dag er ekki boðleg, því miður.

Húsið er fyrir alla íþróttahreyfinguna

„Það hefur verið talað um knattspyrnuhús og knattspyrnan þurfi nauðsynlega betri aðstöðu sem er svo sannarlega rétt en við viljum líta á þessa framkvæmd sem nauðsyn fyrir alla íþróttahreyfinguna þvi eins og fram hefur komið mun slíkt hús nýtast fleirum en knattspyrnuiðkendum auk þess sem það losar um æfingatíma því staðan er einfaldlega þannig að íþróttahúsið á Torfnesi er löngu sprungið og aðstaða ekki boðleg félögum sem spila í efstu deildum svo ekki sé talað um yngri flokka sem sífellt missa úr æfingum vegna þess hve þétt setið íþróttahúsið er.“

Til að setja hlutina aðeins í samhengi og sýna fram á virkilega þörf þá bendir HSV á nokkrar staðreyndir:
Samkvæmt iðkendatali þá eru Iðkendur sem nýta sér íþróttahúsið á Torfnesi um 1400 talsins.
Tímar eru nýttir frá morgni fram á kvöld og eru 2-3 flokkar að æfa á sama tíma.
Yngri flokkar æfa aldrei á fullum velli og kemur fyrir að meistaraflokkar æfi ekki á fullum velli vegna
skorts á aðstöðu.
Fjöldi æfinga er að meðaltali 12 á dag. Á virkum dögum eru æfingar frá kl. 14 til lokunar. Húsinu er
oftast skipt í þrjá hluta og því hver klukkutími vel nýttur.
Samtals eru 88 æfingar á viku á Torfnesi. Auk þess eru 44 æfingar í Bolungarvík.
Í október og nóvember einum saman falla niður samtals 115 æfingar vegna keppni og viðburða í
íþróttahúsinu á Torfnesi.
Knattspyrnudeild Vestra er með 52 æfingastundir á viku, þ.e ef salnum er skipt í 3 hluta. Auk þess er
knattspyrnudeild með 19 æfingastundir í íþróttahúsinu í Bolungarvík.

DEILA