Grunnskólinn: Drangsnes með hæstan launakostnað

Frá jólaskemmtun í Grunnskóla Drangsness 2017.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur birt upplýsingar um rekstur grunnskóla landsins á síðasta ári. Launakostnaður var um 80% af öllum kostnaði við rekstur skólanna og var hann 1.466.000 kr. að meðaltali pr nemanda yfir landið.

Launakostnaður við alla grunnskóla á Vestfjörðum var hærri en þetta meðaltal. Næst því komst Grunnskóli Ísafjarðar en þar var hann 1.514.000 kr á hvern nemanda sem er um 3% yfr landsmeðaltalinu. Grunnskóli Suðureyrar var næstlægstur af skólunum á Vestfjörðum með 1.745.000 kr í launakostnað/nemanda. Þriðji skólinn var Grunnskóli Bolungavíkur með 1.856.000 kr/nem.

Grunnskólinn á Drangsnesi var með hæstan launakostnað pr nemanda eða 4,4 m.kr. Næsthæstur var Grunnskólinn í Önundarfirði með 3.8 mkr./nem. Gunnskólarnir í Súðavík og á Reykhólum komu svo þar á eftir.

Tölurnar bera með sér að fámennir skólar eru frekar með háan launakostnað á hvern nemanda. Þó má sjá athyglisvert frávik í kostnað við Grunnskólann á Reykhólum borið saman við Grunnskólana á Þingeyri og Tálknafirði. Nemandafjöldinn er nánast sá sami en kostnaðurinn á Reykhólum er um 40% hærri en við hina skólana tvo.

Samband íslenskra sveitarfélaga
Kostnaður við rekstur grunnskóla á Vestfjörðum 2020
skólifj nemkostn m.kr.laun/nem m.kr.
Bolungavík1202901.856
Önundarfjörður12713.801
Ísafjörður3627501.514
Suðureyri441071.745
Þingeyri371102.207
Reykhólar361633.247
Tálknafjörður381182.025
Bíldudalur23832.866
Patreksfjörður912622.309
Súðavík16653.375
Drangsnes8424.402
Hólmavík441402.601
Landsmeðaltal1.466

Vakin er athygli á því í greinargerðinni að margvíslegar ástæður geta orsakað mun á lykiltölum eftir skólum og/eða sveitarfélögum. Hafa ber í huga að landfræðilegar aðstæður, eða breytur eins og samsetning og aldur starfsfólks í skóla getur haft áhrif á niðurstöður og því gagnlegt fyrir sveitarfélög að kanna nánar í hverju munurinn felst.

DEILA