Flateyri: samningur um snjóflóðavarnir

Undirritaður hefur verið samningur um snjóflóðavarnir á Flateyri, víkkun flóðrásar milli Ísafjarðarbæjar, Framkvæmdasýslu ríkisins og Suðurverks ehf. Verkið er þegar hafið og skal því lokið fyrir áramót.

Samningsfjárhæð er 112,5 m.kr sem eru 69,3% af kostnaðaráætlun. Tvö önnur tilboð bárust, frá Kubbi 328 m.kr. og Búaðstoð 256 m.kr.

Verkið felst í jarðvinnu, víkkun flóðrásar við snjóflóðavarnargarðinn á Flateyri og jafnframt að hreinsa núverandi flóðrás.

DEILA