Fjórðungsþing: vill betra útvarps- og símasamband á vegum og í jarðgöngum

Dýrafjarðargöng. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem haldið var um síðustu helgi, krefst þess að hraðað verði uppbyggingu háhraðafjarnets í vegakerfinu og það verði hið sama óháð umferð á vegum þ.e. 30 Mb/s en ekki tímabundið 10 Mb/s.

Í ályktun þingsins segir:

„Við þessa aðgerð má ætla að GSM samband batni um leið og dauðir punktar í kerfinu munu hverfa. Oft fer saman aukin áhætta á ferðum um fáfarna vegi fjarri byggð og eða þar sem vetrarveður leiða til lokunar vega eða ofanflóðahættu. Eins verður að telja að minni kröfur til á gæði gagnasambands skapar og falskt öryggi fyrir vegfarendur. Jafnframt er skorað á stjórnvöld að greiða nú þegar úr þeim vandamálum sem hafa skapast þegar reikisamband virkar ekki á akstri um vegi á Vestfjörðum. Fjórðungsþing Vestfirðinga leggur síðan til að farið verði í úrbætur á útvarpssambandi á vegum og í jarðgöngum enda er hér hluti af öryggiskerfum landsins.“

DEILA