Fjórðungsþing: vilja þrenn jarðgöng og breikkun á einum til viðbótar

Í drögum að ályktun um samgöngumál fyrir Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið verður seinna í vikunni eru stjórnvöld hvött til þess að hraða vinnu að gerð nýrrar Jarðgangaáætlunar.

Í þeirri vinnu verði settar í forgang tillögur sem koma fram stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum, Jarðgangaáætlun Vestfjarða, þar sem sett er markmiði að koma á hindrunarlausum samgöngum á innan atvinnusvæðanna á norðan og sunnanverðum Vestfjörðum.
• Jarðgöng milli í Súðavíkur og Ísafjarðar (Álftafjarðargöng).
• Jarðgöng undir Mikladal og Hálfdán í einni framkvæmd.
• Hafin vinna að uppfærslu jarðganga undir Breiðadalsheiði og Botnsheiði, með breikkun leggsins undir Breiðadalsheiði.

Í rökstuðningi með tillögunni segir:

Vegatengingar á milli samfélaga á Vestfjörðum sem voru byggðar voru upp á níunda og tíunda áratug síðustu aldar tóku mið af stöðu atvinnulífs og fyrirkomulagi þjónustu á þeim tíma. Eins var það viðhorf til staðar, að láta reyna á vegi sem lægju um há fjöll eða hlíðar með stöðugri ofanflóðahættu.
Þessar lausnir fortíðar eru óásættanlegar fyrir hina hröðu uppbygging samfélaga og atvinnulífs. Nú er starfsemi fyrirtækja og þjónusta á Vestfjörðum að vera líkt og á höfuðborgarsvæðinu þar sem er „samfélag er aldrei sefur“. Lokanir vega vegna veðurs og núverandi skipulag vetrarþjónusta er því bein hindrun fyrir framþróun og skerða samkeppnisstöðu landshlutans og samkeppnisstöðu Íslands í lykilatvinnugreinum.“

DEILA