Fiskeldið greiðir 14% hærri laun en fiskvinnslan

Meðallaun í fiskeldi voru á fyrstu 7 mánuðum síðasta árs 725 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun í hagkerfinu á sama tíma voru 640 þúsund krónur og 635 þúsund krónur í fiskvinnslunni. Meðallaunin i fiskeldinu voru því 13% hærri en í fiskvinnslunni og 14% hærri en í hagkerfinu í heild.

Þetta kom fram á sjávarútvegsdeginum sem haldin var í morgun. Það eru samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sem standa að ráðstefnunni.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna kynnti glæru með þessum upplýsingum.

Þar kom einnig fram að meðallaunin í gisti- og veitingastöðum voru aðeins 332 þúsund krónur og enn lægri í landbúnaði eða 309 þúsund krónur á mánuði.

Langhæst voru meðallaunin í fiskveiðum eða 1.314 þúsund krónur á mánuði.

DEILA