Nú á laugadaginn stendur Reddingakaffi fyrir viðgerðartíma í FabLabsmiðjunni þar sem fólki gefst kostur á að koma með bilaða hluti og fá aðstoð við að reyna að koma þeim í lag. Í tilkynningu frá smiðjunni eru allir hvattir til að koma með viðráðanlega hluti eins og lítil raftæki, föt og húsgögn sem dæmi.
„Við leitum einnig af handlögnu fólki sem væri til í að koma og finna lausnir á ýmsum vandamálum sem þarf að leysa.“
Í fyrradag kom í heimsókn í smiðjuna fulltrú Bandaríska sendiráðsins Matt Palmer og kynnti sér starfsemina.
