Vest­ur­byggð samþykkir upplýs­inga­stefnu


Bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar stað­festi upplýs­inga­stefnu á fundi sínum 15. sept­ember.

Undirbúningur og vinna við stefnuna hefur staðið yfir um nokkurt skeið og hafa bæði starfsmenn Vesturbyggðar og fastanefndir sveitarfélagsins komið að vinnslu stefnunnar.

Markmið upplýsingastefnu Vesturbyggðar er að tryggja frekara gagnsæi í stjórnsýslu sveitarfélagsins, þannig að allir sem hagsmuna eiga að gæta hafi greiðan aðgang að upplýsingum um starfsemi Vesturbyggðar.

Markviss miðlun upplýsinga og skýr viðmið um svörun erinda auðvelda aðhald að stjórnsýslunni, efla skilvirkt samstarf starfsmanna, bæta flutning frétta af starfsemi sveitarfélagsins og gera íbúum kleift að vera virkir þátttakendur í íbúalýðræði.

Upplýsingastefnan nær til allrar starfsemi sveitarfélagsins og tengir því saman ýmsa aðra stefnumótun er varðar upplýsingamiðlun og samskipti við íbúa og fjölmiðla.

DEILA