Þörungaverksmiðjan: hagnaður 82 m.kr. í fyrra

Þörungaverksmiðjan Reykhólum. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Þörungaverksmiðjan á Reykhólum var gerð upp með 82 m.kr.hagnað í fyrra, 2020. Reiknaður tekjuskattur af hagnaði er 17 m.kr. og niðurstöðutala ársins er því 65 m. kr. hagnaður eftir skatta. Greiddur var 3,3 m.kr. arður.

Resktrartekjur voru 721 m.kr. og aðrar tekjur 33 m.kr. Rekstrarhagnaður varð 165 m.kr. og afskriftir 83 m.kr.

Eignir eru bókfærðar á 1.085 milljónir króna og skuldlausar eignir voru 900 m.kr. eða 83% af eignum.

Helstu eignir voru skip og prammar 374 m.kr., tæki og áhöld 222 m.kr. og fasteignir 160 m.kr.

Laun og tengd gjöld voru 225 m.kr. og í árslok voru 14 stöðugildi við fyrirtækið.

Fjármagnsgjöld voru óveruleg og tekjur af fjármagni voru 2,5 m.kr.

Fjárfest var fyrir 60 m.kr. á árinu.

Veltufjárhlutfall er 4,12 og arðsemi eigin fjár 7,8%.

Kóvidfaraldurinn hafði nokkur áhrif á flutninga á vörum og aðföngum en hafði ekki neikvæð áhrif á vörusölu. Tekjuaukning vegna veikingar krónunnar bætti upp aukinn rekstrarkostnað vegna faraldursins og heilt yfir voru áhrifin hlutlaus eða lítillega jákvæð.

Þörungaverksmiðjan er dótturfélag DowDuPont Inc., sem er skráð í kauphöllinni í New York. Byggðastofnunn á 27,7% hlutafjár og Reykhólahreppur 0,2%.

DEILA