ÞÁTTTAKA Í ALÞINGISKOSNINGUM

Kosningaþátttaka í alþingiskosningum frá stofnun lýðveldisins 1944 var lengst af í kringum 90% en var allajafna mun minni fyrir þann tíma.

Þátttakan hefur hins vegar dalað nokkuð frá því á fyrstu árum þessarar aldar og var þannig um 80% í síðustu þremur þingkosningum.

Kosið verður næst til Alþingis á laugardag og verður fróðlegt að sjá hver þátttakan verður að þessu sinni.

Á vefsíðu Hagstofu Íslands er að finna margvíslegar upplýsingar um kosningar og úrslit þeirra.

Meðal annars að meðalaldur þingmanna sem kjörnir voru frá 1946-1974 var oftast rétt yfir 50 ár en eftir það hefur meðalaldur kjörinna þingmanna verið tæp 50 ár. Árið 2016 var meðalaldurinn 46,6 ár og var það lægsti meðalaldur síðan 1934 að hann var 45,5 ár.

Sjá: https://hagstofa.is/…/ibuar/kosningar/althingiskosningar/