Spáð ofsaveðri á Vestfjörðum

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar vekur athygli á mjög slæmri veðurspá, einkum um norðvestanvert landið með stórhríð á fjallvegum og stormi, jafnvel ofsaveðri. Byrjar norðanlands í nótt, en verst á Vestfjörðum um miðjan dag á morgun.