Endurtalning atkvæða stendur yfir í Norðvesturkjördæmi. Ástæðan er úthlutun jöfnunarþingsætisins. Það hefur hlotið Guðmundur Gunnarsson, Viðreisn. Flokkurinn fékk 2 af 9 jöfnunarþingsætunum. Þar er samkvæmt birtum tölum Guðmundur efstur á lista frambjóðenda Viðreisnar sem geta gert tilkall til sætisins með 6,22% atkvæða á bak við sig. Næstur á eftir honum er efsti maður Viðreisnar í Suðurkjördæmi með 6,21% atkvæði. Þarna munar aðeins 2 atkvæðum sem myndu snúa röðinni við og þá færi sætið í Suðurkjördæmi. Við það myndir úthlutun annarra jöfnunarsæta breytast. Valgarður Lyngdal Jónsson fengi jöfnunarsætið í Norvesturkjördæmi í stað Guðmundar.
Þá munar aðeins 7 atkvæðum á Miðflokki í Suðurkjördæmi og Vinstri grænum, en ekki mun fara fram heildarendurtalning en teknar stikkprufur. Fari VG upp fyrir Miðflokkinn fer einnig að stað hringekja í úthlutun jöfnunarþingsæta sem hefur áhrif á önnur kjördæmi.
Uppfært: Í fréttinni segir að Valgarður Lyngdal Jónsson myndi fá jöfnunarsætið í Norðvesturkjördæmi ef Guðmundur Gunnarsson myndi missa það til Viðreisnarmanns í Suðurkjördæmi. Við nánari athugun virðist það vera Bergþór Ólason, Miðflokki sem myndi hreppa það.
Þetta skýrist innan tíðar.