Ísafjarðarbær: 55 m.kr. vanáætlun launa

Leikskólinn Sólborg. Mynd: Ísafjarðarbær.

Bæjarráð Ísafjarðarbjar hefur samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun þar sem laun ársins við tvo leikskóla eru hækkuð um 55 m.kr. Við Tjarnarbæ er um 10 m.kr. hækkun að ræða og á Sólborg hækka launin um 45 m.kr.

Í skýringum segir að um sé að ræða villu í launaáætlun. Upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar sagði í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að villan skýrðist af því að verið var að vinna áætlunina í fyrsta skipti í nýju kerfi. Grunnforsendur áætlunar voru að hluta rangar í kerfinu og kom það ekki í ljós fyrr en á árinu 2021.

DEILA