Framtíðarsýn í fiskeldi – Þróun atvinnugreinar

Opnir fundir um framtíðarsýn í fiskeldi á Vestfjörðum verða haldnir 20. og 21. september.

Á fundunum verður Samfélagssáttmáli og framtíðarsýn fyrirtækja í fiskeldi á Vestfjörðum til umfjöllunar auk þess sem þar verður vettvangur til að ræða þróun atvinnugreinarinnar frá öllum hliðum.  Sama dagskrá verður á báðum fundunum sem verða sem hér segir:

Félagheimili Patreksfjarðar – 20. september 2021  kl. 19:30

Fundarstjóri – Ólafur Sveinn Jóhannesson

Edinborgarhúsinu Ísafirði – 21. september 2021   kl. 19:30

Fundarstjóri – Héðinn Unnsteinsson

Sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð undirrituðu samfélagssáttmála í fiskeldi 15. júlí 2021 sem unnið var að í samstarfi við Vestfjarðastofu. Tilgangur sáttmálans er að standa sameiginlega að hagsmungæslu í fiskeldi og tengdum atvinnugreinum á Vestfjörðum með að markmiði að efla atvinnu- og mannlíf með heildarhagsmuni Vestfjarða að leiðarljósi.

Á fundinn koma allir hagaðilar í fiskeldi og kynna starf sitt og framtíðarsýn.

Dagskrá fundarinns

  • Ávarp
  • Kynning á samfélagssáttmála um fiskeldi
  • Kynning á skýrslu KPMG um greiningu á áhrifum fiskeldis á Vestfjörðum
  • Erindi frá Hafrannsóknarstofnun
  • Erindi frá Matvælastofnun
  • Erindi um stöðu fiskeldis á Vestfjörðum
  • Kynningar frá fyrirtækjum tengdum fiskeldi
  • Pallborðsumræður

Hér gefst því einstakt tækifæri til að ræða við þá aðila sem koma að fiskeldi á Vestfjörðum. Það eru allir velkomnir á fundinn en vegna sóttvarnareglna er mikilvægt að skrá sig á heimasíðu

Vestfjarðastofu www.vestfirdir.is

DEILA