Að njóta og nýta náttúru Vestfjarða

Mér finnst alltaf einstakt að koma til Vestfjarða þar sem ég hef verið undanfarna daga að spjalla við kjósendur og hlusta á þeirra raddir. Ég vill meina að ég geri það ekki bara fyrir kosningar en nú er auðvitað sérstaklega mikilvægt að hlusta á raddir fólksins í landinu. Það er svolítið það sem ég geri, hlusta á fólk og þess vegna er áhugavert að hitta Vestfirðinga. Þeim finnst gaman ef það er hlustað á þá. 

Í búsetu er ég einum Breiðafirði frá Vestfjörðunum en tel mig sjá þangað yfir í góðu skyggni. En ég skynja mikið stolt hjá Vestfirðingum og sérstaklega vegna náttúru og umhverfis fjarðanna sem er auðvitað einstakt, meira að segja á íslenska vísu. Og þó menn verði að byggja upp atvinnustarfsemi til að hafa í sig og á, sem stundum getur haft áhrif á umhverfið, þá er áfram mikil virðing fyrir náttúrinni. 

Við í Miðflokknum teljum okkur vera mikla náttúruverndarsinna og hvernig er annað hægt, búandi á Íslandi. Við lögðumst hins vegar gegn frumvarp til laga um miðhálendisþjóðgarð. Það var skrítið mál og en furðulegra að málinu hafi verið vísað til ríkisstjórnarinnar og að umhverfis- og auðlindaráðherra verði þar með falið að leggja fram nýtt frumvarp. Þetta lagði meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar til og það samþykktu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Áður höfðu þessir flokkar ekki sett fram neina fyrirvara. Það má þá ganga út frá því að stofnun hálendisþjóðgarðs verði að veruleika á næsta kjörtímabili verði þessir sömu flokkar við völd. Það er ekki beint heillavænlegt miðað við að mikil andstaða er við málið hjá meiri hluta þjóðarinnar. Það er ekki beint heillavænlegt miðað við hve mikil andstaða er við málið hjá þjóðinni. 

Ég nefni þessa skrítnu sögu hálendisþjóðgarðsins vegna þess að ég finn að margir á Vestfjörðum undra sig á málinu. En það er svolítið dæmigert fyrir stjórnmálaöfl sem eru hætt að hlusta á þjóðina. Við í Miðflokknum höfum alltaf lagt áherslu á að Vestfirðingar fái að hafa sem mest um það að segja hvernig þeir nýta og njóta náttúru sína enda er maðurinn óaðskiljanlegur hluti náttúrnnar. Framundan eru afdrifaríkar ákvarðanir á því sviði og oft sótt hart gegn hagsmunum Vestfirðinga. En eftir að hafa hlustað á þá er ljóst að við í Miðflokknum stöndum með þeim. En til þess þurfum við styrk á Alþingi.

Sigurður Páll Jónsson

alþm Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi

DEILA