Danmörk: laxeldi á landi rekið með tapi

Sjávarútvegsvefurinn SalmonBusiness segir frá í síðustu viku að illa hafi gengið að reka laxeldi á landi í Danmörku. Frá 2009 hefur Danish Salmon í Hirtshals sem eru annað af tveimur stærstu landeldisstöðvum í heiminum verið rekið með tapi öll árin utan ársins 2018.

Fyrirtækið komst í fyrra í meirihluta eigu japanskrar fyrirtækjasamsteypu. Framleiðslan í fyrra var um 1.100 tonn af laxi og stefnt er að því að auka hana upp í 2.700 tonn. Veltan var nærri 900 milljónir króna í fyrra og við fyrirtækið störfuðu 18 manns.

DEILA