Litla skiptibókasafnið í Súðavík

Við Aðalgötuna í eldri hluta Súðavíkur stendur forláta símklefi sem fengið hefur annað hlutverk en hann hafði í upphafi

Þegar vorar sprettur þarna upp lítið skiptibókasafn þar sem gestir og gangandi geta kippt með sér bók út í blíðviðrið eða tekið með sér heim.

Óskráðar reglur safnsins eru þær að þú tekur eina bók og skilar svo einni.

Þetta fyrirkomulag tryggir að endurnýjun í safninu verður því meiri eftir því sem aðsóknin er meiri.

Vonandi gengur rekstur safnsins eins vel í sumar og verið hefur undanfarin ár.

DEILA