Líflegt í Ísafjarðarhöfn

Viking Sky í Sundahöfn í fyrrasumar.

Það er líflegt í Ísafjarðarhöfn þessa dagana, þrátt fyrir covid19.

Í gær var farþegarskipið Viking Sky í Sundahöfn, en það tekur 930 farþega. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að von væri á sex skipum næstu daga, þar af kæmu tvö skip á laugardaginn.

Í dag lestaði danska flutningskipið Ulla 450 tonnum af refafóðri sem framleidd voru hjá Klofningi á Suðureyri.

Safnað er saman fiskúrgangi af svæðinu og það hakkað, pressað og þurrkað og búið til refafóður.

Þá liggur einnig í Sundahöfn hollenskt rannsóknarskip Pelagia. Skipið er á leiðinni norður á bóginn í hafísinn til rannsókna og var komið við á Ísafirði til þess að fram gætu farið áhafnaskipti að hluta til.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA