Kjói BA nýjasti þjónustubáturinn við fiskeldið

Kjói BA. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sjótækni á Tálknafirði hefur bætt við sig enn einum bátnum. Það er Kjói BA sem er sérútbúinn til þess að þjónusta fiskeldið. Fyrir var báturinn Valur BA.

Kjói BA er 27,5 brúttórúmlestir smíðað 2004 í Póllandi.

Kjartan Hauksson, framkvæmdastjóri sagði að verkefnastaðan væri góð og um 20 manns ynnu hjá fyrirtækinu. Sjótækni þjónustar öll fiskeldisfyrirtækin á Vestfjörðum. Aðrir bátar á vegum Sjótækni eru Kafari, Haukur og Fálki.

DEILA