Color Run Ísafirði frestað til 2022

Vegna nýrra samkomutakmarkana stjórnvalda getur The Color Run ekki farið fram á Ísafirði í næsta mánuði eins og til stóð. Því hefur hlaupinu verið frestað til laugardagsins 25. júní 2022.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hlaupsins.

Aðgöngumiðar flytjast sjálfkrafa yfir á nýja dagsetningu og þurfa miðaeigendur ekki að grípa til neinna ráðstafana vegna þessarar breytingar. Henti ný dagsetning ekki þátttakendum hafa þeir tvær vikur til þess að óska eftir endurgreiðslu með því að hafa samband við tix.is.

Miðahafar geta einnig notað miða sína í The Color Run í Reykjavík þann 28. ágúst í næsta mánuði þar sem enn er ráðgert að litahlaupið muni fara fram í Reykjavík.

DEILA